Ferill 115. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 115 . mál.


Nd.

968. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 32/1978, um hlutafélög.

Frá fjárhags- og viðskiptanefnd.



1.     Við 1. gr. Í stað orðsins „Hlutafélagið“ í upphafi 2. efnismálsl. a-liðar komi: Hlutaféð.
2.     Við 8. gr. Orðin „m.a. flokka án atkvæðisréttar“ í lok b-liðar falli brott.
3.     Við 12. gr. Orðin „svo og númer hlutanna sem það tekur til“ í 2. efnismálsl. e-liðar falli brott.
4.     Við 14. gr.
. a.     Á eftir orðinu „nafnnúmer“ í a-lið bætist: kennitölu.
. b.     Orðin „númer hlutanna sem hlutabréfið tekur til“ í b-lið falli brott.
5.     Við 17. gr. Í stað orðanna „ekki verður framseldur öðrum“ í niðurlagi greinarinnar komi: þeir geta ekki framselt öðrum.
6.     Við 23. gr. Í stað orðsins „endurmatssjóð“ í a-lið komi: endurmatsreikningi.
7.     Við 27. gr. Í stað tveggja fyrstu málsl. a-liðar komi:
.      Í stjórn hlutafélags skulu eiga sæti fæst þrír menn nema hluthafar séu fjórir eða færri, þá nægir að stjórnina skipi einn eða tveir menn.
8.     Við 28. gr. Greinin orðist svo:
.      49. gr. laganna falli brott.
9.     Við 33. gr. Efnismgr. orðist svo:
.      Mál, sem ekki hafa verið greind í dagskrá, er ekki unnt að taka til úrlausnar á hluthafafundi nema með samþykki fundarmanna sem samtals fara með minnst 2 / 3 hluta atkvæða í félaginu.
10.     Við 41. gr. Í stað orðsins „endurmatssjóður“ komi hvarvetna í greininni: endurmatsreikningur.
11.     Við 42. gr.
. a.     Í stað d- og e-liða komi nýr stafliður er hljóði svo:
..     4. mgr. orðist svo:
..      Meðal gjalda skal sérstaklega greina:
.. 1.     Gjöld af aðalstarfsemi.
..     2.     Vaxtagjöld.
..     3.     Afskriftir og niðurfærslur á fastafjármunum.
..     4.     Gjaldfærslu vegna reiknaðra áhrifa verðlagsbreytinga á peningalegar eignir og skuldir.
..     5.     Tap sem verður við sölu, tjónsuppgjör, eignarnám eða aðra afhendingu fastafjármuna.
..     6.     Óregluleg gjöld.
..     7.     Tekjuskatt og eignarskatt reikningsársins.
. b.     F-liður, er verði e-liður, orðist svo:
..     5. mgr. orðist svo:
..      Óreglulegar tekjur og gjöld skv. 7. lið 3. mgr. og 6. lið 4. mgr. skal sundurliða eftir tegundum.
. c.     Við bætist stafliður er hljóði svo:
..     Við greinina bætist ný mgr. svohljóðandi:
..      Víkja má frá uppsetningu þessari að því leyti sem það samræmist góðri reikningsskilavenju.
12.     Við 43. gr. Upphaf efnismálsl. b-liðar orðist svo: Hafi við gerð ársreiknings verið tekið tillit til o.s.frv.
13.     Við 48. gr. C-liður falli brott.
14.     Við 52. gr. Í stað orðanna „þriggja ára“ í 3. tölul. fyrri efnismgr. komi: árs.
15.     Við 64. gr. Greinin orðist svo:
.     Eftirtaldar breytingar verði á 146. gr. laganna:
. a.     3. tölul. 3. mgr. orðist svo:
..     Sönnur fyrir því að stofnendur uppfylli þau skilyrði er um ræðir í 3. gr., stjórnarmenn og framkvæmdastjóri uppfylli þau skilyrði sem um getur í 50. gr. og endurskoðendur skilyrði þau er getur í 81. gr., ásamt skriflegri staðfestingu á að þeir hafi tekið endurskoðunina að sér.
. b.     Við 4. mgr. bætist nýr málsl. er orðist svo: M.a. getur hann krafist þess að fá yfirlýsingu lögmanns eða löggilts endurskoðanda um að upplýsingar í tilkynningu um stofnun hlutafélags varðandi greiðslu hlutafjár séu réttar.